26.11.2008 | 00:08
Léttir
Nú er allt farið til helvítis eða alla veganna eins nálægt því og verið getur.
Allir á hausnum og allir brjálaðir.
Fjölskyldur að missa íbúðir og fyrirtæki að fara á hausinn.
Fólk þyrpist niðrá Austurvöll til að mótmæla. Sumir slást meira að segja við lögguna.
Ríkisstjórnin er föst í Undralandi og Seðlabankastjórinn er búinn að missa það.
Örfáir auðmannapappakassar höfðu íslenskan almenning að fífli.
Framundan er óvissa og óöryggi.
Ég verð samt að viðurkenna, að mér er svolítið létt. Feginn eiginlega. Þetta var búið að ganga of langt og of lengi.
Ég held að við ættum að selja alla bankana, eins og þeir leggja sig, úr landi.
Þá fyrst held ég að manni fari að líða vel.
Sonurinn.
Um bloggið
Móðir og sonur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.