Gjaldþrot, ekki þjóðnýting

Maður veltir því fyrir sér af hverju er talað um það á hverri einustu erlendu fréttasíðu sem maður kíkir inná, að íslenska ríkið hafi þjóðnýtt íslensku bankanna. Þannig hafi íslenska ríkið tekið yfir skuldir bankanna sem nema a.m.k. tífaldri landsframleiðslu landsins.

 Eins og ég skil þetta þá tók íslenska ríkið yfir innlenda hluta bankanna en bankarnir sjálfir per se, eru orðnir gjaldþrota.

Landsbankinn og Glitnir eru því ekki til lengur og Kaupþing ekki heldur von bráðar.

Bankarnir eru svo teknir til gjaldþrotaskipta og kröfuhafar fá svo úthlutað eftir skuldaröð. Þar kemur reyndar inn ákvæði í neyðarlögum ríkisstjórnarinnar sem veitir innlánshöfum forgangsrétt úr þrotabúunum.

Íslenska ríkið þyrfti því ekki lagalega séð að borga eitt né neitt, nema þá lögleiddar ábyrgðir vegna innistæðna (samanber þó grein Stefáns Más og Lárusar).  En það er að sjálfsögðu barnalegt að halda að Ísland geti komist hjá því að greiða eitt og jafnvel annað, en um það þarf hins vegar að semja. Í þeim samningaviðræðum þarf að sýna sveigjanleika en jafnframt hörku því í þessum græðigsvædda heimi eru margir sem vilja fá meira heldur en eðlilegt eða sanngjarnt er að þeir fái.

Þarna verður að passa sig því það er ekki sanngjarnt (sama hvað hver segir) að íslenskur almenningur borgi upp skuldir bankanna næstu 50 árin. Frekar ætti að þola einhverja gremju af hendi alþjóðasamfélagsins. Framtíðin er matur, vatn og orka, ekki skortsölur og skuldatryggingar. Nýir markaðir ættu að finnast ef að aðrir lokast. 

Hið margumrædda lán ríkissjóðs er svo mest megnis til þess að lyfta krónunni upp frá hafsbotni.

Það sem ég er hins vegar að velta fyrir mér er hvort að fjölmiðlar, bankar, almenningur og jafnvel ríkisstjórnir útí heimi, viti yfirleitt yfir höfuð hvaða aðgerð fór hér fram af hendi íslensku ríkisstjórnarinnar. Ef að íslenska ríkið hefði þjóðnýtt íslensku bankana þá væri það svo sannarlega gjaldþrota og væri upp á náð og miskunn annarra þjóða komið (sem það er nú hálft í hvoru nú þegar) og þá er ekki nema von að erlendir bankar og lánastofnanir vilji ekki taka þátt í peningamillifærslum hingað, enda þá ekki að vita nema það væri tapað fé. Ekki bætir hryðjuverkastarfsemi gamla-brúns svo úr skák.

Svona skil ég þetta alla veganna.

Kannski ætti Geir að halda einn blaðamannafund til viðbótar og skýra út í eitt skipti fyrir öll hvað gerðist hérna. Ástandið yrði alla veganna ekki verra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Móðir og sonur

Höfundur

Móðir og sonur
Móðir og sonur
Við erum bara svo drullupirruð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband