GORDON BROWN og ÁBYRGÐ

 Í fyrsta lagi.

Af hverju í andskotanum er helvítis maðurinn að þjófkenna mig? Og af hverju skammar hann enginn fyrir það.

Í staðinn er kominn hingað sendinefnd frá tjallalandi og er að semja um skuldir sem að ég þarf svo að taka þátt í að borga. Hvernig í andskotanum stendur á því? Ekki stofnaði ég til neinna skulda í tjallalandi, Hollandi, Grænlandi eða hopplandi. Hvað gerðist eiginlega? Þetta er mjög skrýtið og ég er einstaklega pirraður yfir þessu.

 

Í annan stað.

Þetta með ábyrgðina er aðeins flóknara. Nú er ljóst að íslenska þjóðin verður stórskuldug vegna bankanna. Það væri því eðlilegt að stjórnendur þeirra þyrftu að axla einhverja ábyrgð. En hvernig? Það er að sjálfsögðu ekki hægt að refsa mönnum núna fyrir að gera eitthvað sem var löglegt á þeim tíma sem það var gert. Sennilega hafa þeir líka farið 100% að lögum þegar þeir voru að stússast þetta. Það eina sem mér dettur í hug er X. Kafli almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þ.E. Landráð.

En það myndi sennilega ekki fljúga. 

 Annars er ég ekkert sérstaklega pirraður yfir Þessu atriði. Ekki þarf ég að lifa með því að hafa troðið orðstír heillrar þjóðar niður í svaðið og steypt henni í skuldafen.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ættirðu ekki, Apaldur, að skammast út í þá, sem komu okkur í EES? Þessi ábyrgð okkar er bein afleiðing af því – sbr. orð mín hér: Góðu fréttirnar: EBé-innlimun útilokuð. Og ég spyr: Af hverju fórum við ekki svissnesku leiðina? Voru það gróðakarlar með €vrur í augum (og enga eiginábyrgð í pússi sínu) sem stýrðu þessum flokksnefnum, sem eiga að heita að ráði hér á Alþingi?

Jón Valur Jensson, 12.10.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Móðir og sonur

Höfundur

Móðir og sonur
Móðir og sonur
Við erum bara svo drullupirruð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband