Jólagjöfin í ár er...

...hlutabréf.

Ódýr og góð gjöf sem heldur áfram að gefa.

Ef að fer að halla undan fæti hjá hlutafélaginu og bréfin taka að lækka, þá er einfaldast að stofna bara annað hlutafélag til að kaupa bréf í fyrrgreinda hlutafélaginu og hækka þannig verðið.

Hvernig sem litið er á þetta, þá getur maður ekki tapað.

Þá er bara eftir að velja hvaða smákökur á að baka.

 

Sonurinn.


Múmínpabbi

Nei auðvitað ekki. Þetta er allt saman helvítis Múmínálfunum að kenna.

 

Sonurinn.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræði fyrir leikmenn

 Gjaldeyrishöft:

Þegar það dynja á manni skoðanir fræðimanna og hefðbundinna álitsgjafa um hversu hryllilegt það sé að setja höft á gjaldeyrsisflæðið í landinu.

 Þá getur maður verið nokkuð viss um að það sé ekki svo slæm hugmynd.

 

Sonurinn.


Ekki ég heldur það.

Nú er ég ekki að segja að fyrrverandi stjórnendur gömlu bankanna séu glæpamenn.

 

Hins vegar bera verk þeirra, og í raun þeir sjálfir, nokkur einkenni afbrota og afbrotamanna.

Þannig mætti án nokkurs vafa kalla það siðleysi að fá borguð ofurlaun á u.m.þ.b. 10 ára tímabili, með þeim eina árangri að fyrirtækið, sem viðkomandi átti að stýra, er tekið til gjaldþrotaskipta.

Þá skín útúr verkum þessara manna, algjört skeytingarleysi gagnvart hagsmunum náungans. Þannig hikuðu Landsbankaguttarnir ekki við að skuldbinda íslensku þjóðina á erlendum vettvangi, í þeim eina tilgangi að bjarga rassgatinu á sjálfum sér. 

Það er svo aftur algjör siðblinda að sjá ekkert athugavert við þessa háttsemi, og hvað þá að viðurkenna sekt sína og biðjast afsökunar.

Þá hefur einnig komið fram í fjölmiðlum að flestir þessara manna, eru annað hvort að vinna ennþá í bönkunum eða í einhverju bankastússi annars staðar. Þetta lýsir algjöru virðingarleysi, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum.

Þá má einnig benda á, að við lestur almennra hegningarlaga (þá sérstaklega 24.kafla þeirra um auðgunarbrot), má óneitanlega finna verknaðarlýsingar sem falla grunsamlega vel við ofangreindar athafnir. 

Áhugasömum bendi ég sérstaklega á 247. gr. og 248.gr.

 

En að sjálfsögðu er ég ekki að kalla fyrrverandi stjórnendur bankanna glæpamenn. Enda ekki hægt. Það voru nefnilega ekki þeir sem gerðu þetta, heldur EHF-in.

 

Sonurinn.


Það eina rétta í stöðunni.

... Er að byrja aftur að reykja.

 

Sonurinn.


Léttir

Nú er allt farið til helvítis eða alla veganna eins nálægt því og verið getur.

 Allir á hausnum og allir brjálaðir.

Fjölskyldur að missa íbúðir og fyrirtæki að fara á hausinn.

Fólk þyrpist niðrá Austurvöll til að mótmæla. Sumir slást meira að segja við lögguna.

Ríkisstjórnin er föst í Undralandi og Seðlabankastjórinn er búinn að missa það.

Örfáir auðmannapappakassar höfðu íslenskan almenning að fífli. 

Framundan er óvissa og óöryggi.

Ég verð samt að viðurkenna, að mér er svolítið létt. Feginn eiginlega. Þetta var búið að ganga of langt og of lengi.

Ég held að við ættum að selja alla bankana, eins og þeir leggja sig, úr landi.

 Þá fyrst held ég að manni fari að líða vel. 

 

Sonurinn.

 

 

 


Orð í belg

Verðtrygging lána er ekki náttúrufyrirbrigði, heldur mannanna verk og mannanna verkum má breyta.

 

móðirin


HVÍTFLIBBAFANGELSI

Mamma segir að ég eigi að blogga meira.

 

Nú skilst mér að sonur Kauphallarforstjórans hafi verið handtekinn fyrir peningaþvætti og innherjaviðskipti.

 Mér segir svo hugur um að annað hvort þurfi fljótlega að byggja nýtt hvítflibbafangelsi eða stækka Kvíabryggju

Ég held að það yrði skynsamlegast að fá Árna Johnsen til að stýra framkvæmdunum.  Til að halda kostnaðinum í lágmarki....svona á pappírunum alla veganna.


Gjaldþrot, ekki þjóðnýting

Maður veltir því fyrir sér af hverju er talað um það á hverri einustu erlendu fréttasíðu sem maður kíkir inná, að íslenska ríkið hafi þjóðnýtt íslensku bankanna. Þannig hafi íslenska ríkið tekið yfir skuldir bankanna sem nema a.m.k. tífaldri landsframleiðslu landsins.

 Eins og ég skil þetta þá tók íslenska ríkið yfir innlenda hluta bankanna en bankarnir sjálfir per se, eru orðnir gjaldþrota.

Landsbankinn og Glitnir eru því ekki til lengur og Kaupþing ekki heldur von bráðar.

Bankarnir eru svo teknir til gjaldþrotaskipta og kröfuhafar fá svo úthlutað eftir skuldaröð. Þar kemur reyndar inn ákvæði í neyðarlögum ríkisstjórnarinnar sem veitir innlánshöfum forgangsrétt úr þrotabúunum.

Íslenska ríkið þyrfti því ekki lagalega séð að borga eitt né neitt, nema þá lögleiddar ábyrgðir vegna innistæðna (samanber þó grein Stefáns Más og Lárusar).  En það er að sjálfsögðu barnalegt að halda að Ísland geti komist hjá því að greiða eitt og jafnvel annað, en um það þarf hins vegar að semja. Í þeim samningaviðræðum þarf að sýna sveigjanleika en jafnframt hörku því í þessum græðigsvædda heimi eru margir sem vilja fá meira heldur en eðlilegt eða sanngjarnt er að þeir fái.

Þarna verður að passa sig því það er ekki sanngjarnt (sama hvað hver segir) að íslenskur almenningur borgi upp skuldir bankanna næstu 50 árin. Frekar ætti að þola einhverja gremju af hendi alþjóðasamfélagsins. Framtíðin er matur, vatn og orka, ekki skortsölur og skuldatryggingar. Nýir markaðir ættu að finnast ef að aðrir lokast. 

Hið margumrædda lán ríkissjóðs er svo mest megnis til þess að lyfta krónunni upp frá hafsbotni.

Það sem ég er hins vegar að velta fyrir mér er hvort að fjölmiðlar, bankar, almenningur og jafnvel ríkisstjórnir útí heimi, viti yfirleitt yfir höfuð hvaða aðgerð fór hér fram af hendi íslensku ríkisstjórnarinnar. Ef að íslenska ríkið hefði þjóðnýtt íslensku bankana þá væri það svo sannarlega gjaldþrota og væri upp á náð og miskunn annarra þjóða komið (sem það er nú hálft í hvoru nú þegar) og þá er ekki nema von að erlendir bankar og lánastofnanir vilji ekki taka þátt í peningamillifærslum hingað, enda þá ekki að vita nema það væri tapað fé. Ekki bætir hryðjuverkastarfsemi gamla-brúns svo úr skák.

Svona skil ég þetta alla veganna.

Kannski ætti Geir að halda einn blaðamannafund til viðbótar og skýra út í eitt skipti fyrir öll hvað gerðist hérna. Ástandið yrði alla veganna ekki verra.


Ég ætla aðeins að bæta við.

Af hverju þarf að funda um þessa Icesave reikninga?

Fer ábyrgðin ekki bara eftir beinu lagaákvæði? Eitthvað í EES samningnum sem við höfum fengið frá ESB?

Þetta tók fljótt af með hollendingana, á ekki að gilda það sama í Bretlandi ca. 20.000 evrur?

Er verið að semja um hærri fjárhæðir heldur en okkur ber lagaleg skylda til að greiða?

Það vona ég ekki. Við getum ekki tekið endalaust á okkur og það þýðir ekkert að vera að hugsa um orðspor Íslands í þessu samhengi, við verndum ekki það sem er löngu farið til helvítis. Núna þurfum við að vernda börnin.

 

Þetta fer doldið í taugarnar á mér líka.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Móðir og sonur

Höfundur

Móðir og sonur
Móðir og sonur
Við erum bara svo drullupirruð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband