ÉG VEIT EKKI

Af hverju er mér ekki sagt neitt?

Erum við gersamlega búin að drulla uppá bak? Verða skuldirnar það háar að það grætir fullvaxna karlmenn þegar minnst verður á þær?

Eða verður þetta kannski bara allt í lagi? Eignirnar ganga á móti skuldunum þannig að allt stendur á 0?

Kannski bara afgangur? Lífeyrissjóðirnir enda kannski með  orlofsíbúðir þar sem áður voru útibú Landsbankans í London?

Og af hverju er bara talað um icesave í tjallalandi og Hollandi? Voru ekki svona reikningar í fleiri löndum? Þýskalandi, Belgíu, Lúxemborg, norðurlöndunum, Færeyjum? Hvernig fer með það allt saman?

Ekki voru eignir í öllum löndum enda um að ræða innlán á alnetinu.

Og hvað með Kaupþing Edge?

Mig langar til að vita meira um þetta.

En það segir enginn neitt. Bara að menn séu vongóðir um að þetta blessist allt saman.

Djöfull pirrar þetta mig.


SAMSÆRISKENNING

Hvernig stendur á því að einhver múltímilljóna arabi kaupir 5% hlut í Kaupþingi, nokkrum vikum áður en að bankinn fer á hausinn?

Var fyrirséð að bankinn myndi rúlla og þá jafnvel þegar á þeim tíma sem hluturinn var keyptur?

Var útspil/sjónarspil breskra stjórnvalda fyrirsjáanlegt?

Fannst engum grunsamlegt hversu fljótt einhver alþjóðleg lögfræðistofa var komin með málið í hendurnar til athugunar?

Betra að fá einhverja aura til baka með málsókn heldur en að tapa öllu?

 

 Nei þetta flýgur aldrei.

En gæti verið efni í góða samsæriskenningu.

 

 


GORDON BROWN og ÁBYRGÐ

 Í fyrsta lagi.

Af hverju í andskotanum er helvítis maðurinn að þjófkenna mig? Og af hverju skammar hann enginn fyrir það.

Í staðinn er kominn hingað sendinefnd frá tjallalandi og er að semja um skuldir sem að ég þarf svo að taka þátt í að borga. Hvernig í andskotanum stendur á því? Ekki stofnaði ég til neinna skulda í tjallalandi, Hollandi, Grænlandi eða hopplandi. Hvað gerðist eiginlega? Þetta er mjög skrýtið og ég er einstaklega pirraður yfir þessu.

 

Í annan stað.

Þetta með ábyrgðina er aðeins flóknara. Nú er ljóst að íslenska þjóðin verður stórskuldug vegna bankanna. Það væri því eðlilegt að stjórnendur þeirra þyrftu að axla einhverja ábyrgð. En hvernig? Það er að sjálfsögðu ekki hægt að refsa mönnum núna fyrir að gera eitthvað sem var löglegt á þeim tíma sem það var gert. Sennilega hafa þeir líka farið 100% að lögum þegar þeir voru að stússast þetta. Það eina sem mér dettur í hug er X. Kafli almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þ.E. Landráð.

En það myndi sennilega ekki fljúga. 

 Annars er ég ekkert sérstaklega pirraður yfir Þessu atriði. Ekki þarf ég að lifa með því að hafa troðið orðstír heillrar þjóðar niður í svaðið og steypt henni í skuldafen.


« Fyrri síða

Um bloggið

Móðir og sonur

Höfundur

Móðir og sonur
Móðir og sonur
Við erum bara svo drullupirruð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband